Sigrún Magnúsdóttir, nýr umhverfisráðherra, kveðst sátt við að fleiri virkjanakostir verði skoðaðir með nýtingu í huga en gert var ráð fyrir í þingsályktun forvera hennar í umhverfisráðuneyti. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Meirihluti atvinnuveganefndar lagði í dag til að til að þrír virkjanakostir í neðri hluta Þjórsár yrðu teknir til skoðunar, ásamt Hagavatnsvirkjun og Skrokköldu. Vakti það mikla andstöðu og gagnrýni stjórnarandstöðu sem sagði nefndinni ekki heimilt að leggja fram tillöguna.

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis sagði hinsvegar að stjórnarskrá og þingsköp tryggðu nefndarmönnum rétt til að leggja fram breytinguna.