Landbúnaðarráðherra er ekki heimilt að taka ákvörðun um það hvort annar dýralæknir en héraðsdýralæknir annist kjötskoðun og heilbrigðiseftirlit samkvæmt lögum um slátrun og sláturafurðir. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins .

Í gær var farið fram á það við landbúnaðarráðherra að hann sjái til þess að yfirdýralæknar eða sjálfstætt starfandi dýralæknir verði fenginn til að starfa sem kjötskoðunarlæknir við slátrun grísa.

Fram kemur á vef ráðuneytisins að í lögunum sé Matvælastofnun falið að taka ákvörðun um það hvort annar dýralæknir en héraðsdýralæknir annist kjötskoðun og heilbrigðiseftirlit. Segir að beiðninni þurfi samkvæmt ofangreindu að vísa til Matvælastofnunar sem taki ákvörðun um málið.