*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 19. mars 2015 07:35

Ráðherra mætir á fund vegna Matorku

Ragnheiður Elín Árnadóttir svarar spurningum atvinnuveganefndar Alþingis um fjárfestingasamninginn við Matorku.

Trausti Hafliðason
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
Haraldur Guðjónsson

Fjárfestingarsamningur ríkisstjórnarinnar við fiskeldisfyrirtækið Matorku er á dagskrá fundar atvinnuveganefndar Alþingis sem hefst kl. 08:30 nú á eftir.

Jón Gunnarsson, formaður nefndarinnar, segir að Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, muni koma á fundinn þar sem hún muni svara spurningum nefndarmanna um samninginn. Hann segist ekki eiga von á því að málið verði afgreitt úr nefndinni í dag.

„Það eru alls ekki skiptar skoðanir um þetta í nefndinni,“ segir Jón. „Við erum öll á því að það þurfi að skoða þetta betur — þetta mál vekur upp spurningar sem við höfðum ekki séð fyrir. Ég held reyndar að þessi samningur sé í samræmi við þau lög sem voru í gildi og við erum að vinna að,“ segir Jón og vísar til þess að frumvarp til nýrra laga um ívilnanir til nýfjárfestinga eru til umræðu á þinginu en þau lög eiga að leysa af hólmi eldri lög sem féllu úr gildi 31. desember árið 2013.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.