*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 13. mars 2015 15:57

Segir talsmann ESB fara með rangt mál

Talsmaður stækkunarstjóra ESB segir að umsókn um aðild hafi ekki verið dregin til baka heldur frestað um tvö ár.

Ritstjórn
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
Haraldur Guðjónsson

Maja Kocijanic, talsmaður stækkunarstjóra Evrópusambandsins, sagði á daglegum blaðamannafundi framkvæmdarstjórnar ESB í hádeginu, að sambandið hafi tekið bréf ríkisstjórnar Íslands til greina. Íslands sé ekki lengur í hópi umsóknarríkja. Í lok fundarins sagði hún síðan að ríkisstjórn Íslands hefði ekki formlega dregið umsóknina til baka heldur hefði viðræðum verið frestað í tvö ár.

Í samtali við mbl.is segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra alveg greinilegt að talsmaðurinn hafi engan veginn verið með á hreinu hvað í bréfinu stóð. Hvergi í því sé minnst á tveggja ára frest. Hann segir að þegar hafi verið haft samband við Kocijanic og henni bent á að hún hafi ekki farið með rétt mál á fundinum.