Það var mikil gleði á skrifstofu Ragnheiðar Elínar Árnadóttur  iðnaðar- og viðskiptaráðherra þegar Íris Björk Óskarsdóttir hjá Sveinsbakaríi kom færandi hendi með Köku ársins 2014. Öllum konum í ráðuneytinu var boðið í kökuveislu í tilefni af konudeginum næstkomandi sunnudag.

Alls bárust 20 kökur í keppnina um Köku ársins í ár, að því er fram kemur á vef ráðherra. Sigurkakan er karamellusúkkulaðiterta með anís og rauðum ópal. Hún er lagskipt, meðal annars samsett úr browniesbotni, púðursykurmarengs og karamellusúkkulaðimousse. Kakan er hjúpuð með dökkum súkkulaðihjúp með keim af rauðum ópal.