Ragnheiður Elín Árnadóttir viðskiptaráðherra vill að Samkeppniseftirlitið fái leiðbeinandi hlutverk í meira mæli en nú er. Viðskiptaráð, atvinnuvegaráðuneyti og Samkeppniseftirlitið ætla að stofna samráðsvettvang um samkeppnismál. Kom þetta fram í fréttum Ríkisútvarpsins .

Ragnheiður Elín segir að fyrirtæki hafi kvartað yfir því að erfitt sé að fá leiðbeiningar í samkeppnismálum. Til að mynda hafi fyrirtæki, sem séu í markaðsráðandi stöðu, ætli sér að fara í einhver verkefni og vilji vita hvort það sé í lagi, fengið þau svör að láta bara á það reyna.

Ragnheiður Elín segir að sér finnist að Samkeppniseftirlitið eigi að taka meira að sér leiðbeinandi hlutverk, þannig að það verði samtal á milli fyrirtækja og eftirlitsins. Sér lítist vel á hugmynd Viðskiptaráðs og ætlunin sé að koma samstarfinu á.