*

laugardagur, 24. ágúst 2019
Innlent 4. nóvember 2013 19:55

Ráðherra vill skapa umhverfi sem ýtir undir fjárfestingu

Hanna Birna Kristjánsdóttir vill skýrar reglur um erlenda fjárfestingu.

Trausti Hafliðason
Haraldur Guðjónsson

„Við leggjum mikla áherslu á að þessi vinna hefjist strax og henni ljúki sem fyrst. Við ætlumst til þess að skýrslu og tillögum verði skilað eigi síðar en í janúar,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra en nefnd, sem á að skoða lög og reglur um fjárfestingar og afnotarétt útlendinga á fasteignum, er að hefja störf þessa dagana.

Nefndin átti upphaflega að skila tillögum í apríl. Hann Birna segir verkefnið mikilvægt og þess vegna hafi verið ákveðið að flýta vinnunni.

„Markmið ríkisstjórnarinnar er er að skapa hér umhverfi sem ýtir undir fjárfestingar, þar með erlendar fjárfestingar,“ segir Hanna Birna. „Við viljum treysta lagalegan grunn erlendra fjárfestinga og tryggja að ákvarðanir sem eru tengdar þeim byggi á skýrum og almennum reglum en ekki á undanþáguákvæðum og ívilnunum eins og hefur dálítið verið raunin.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.