Skerðing á raforku Landsvirkjunar til stórnotenda og í heildsölu er farin að valda áhyggjum meðal erlendra fjárfesta, að því er segir í Morgunblaðinu. Stefnir í slæmt vatnsár hjá Landsvirkjun annað árið í röð og fyrirtækið metur nú hvort grípa þurfi til frekari skerðinga.

Spurð hvað sé til ráða segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tvo kosti í stöðunni. Annars vegar nýir virkjunarkostir og hins vegar styrking flutningskerfis Landsnets.

Ragnheiður segir í samtali við Morgunblaðið að úrbætur í flutningskerfinu séu nauðsynlegar, til að geta flutt raforku á milli landshluta, einkum á milli Norður- og Suðurlands.