*

föstudagur, 22. janúar 2021
Innlent 3. nóvember 2014 16:34

Ráðherra vinnur skýrslu um lykilþætti um sæstreng

Alþingi samþykkti samhljóða gerð skýrslu um sæstreng. Ráðherra fagnar skýrslubeiðninni og segir vinnu þegar hafna í ráðuneyti.

Ritstjórn
Ráðuneyti Ragnheiðar Elínar mun vinna skýrslu sæstrenginn að beiðni Samfylkingar.
Haraldur Guðjónsson

Alþingi samþykkti í dag beiðni um skýrslu frá iðnaðar- og viðskiptaráðherra um lykilþætti er varða mögulegan útflutning orku um sæstreng. Össur Skarphéðinsson var fyrsti flutningsmaður tillögunnar en allir þingmenn Samfylkingar voru meðflutningsmenn.

Skýrslubeiðnin var samþykkt með 47 samhljóða atkvæðu, þar á meðal frá ráðherranum sjálfum, sem þakkaði þingmönnum Samfylkingar fyrir að hafa lagt hana fram, „sem segir mér að þeir skilji nú loksins að það þarf að skoða málið vandlega“ sagði Ragnheiður Elín. Hún sagði beiðnina í samræmi við það vinnulag sem viðhaft væri í ráðuneytinu um málefni sæstrengs. Unnið væri að því í ráðuneytinu að kortleggja hvað þurfi að skoða betur og skýrslan ætti að geta fallið vel að þeirri vinnu. 

Meðal þess sem óskað er eftir að komi fram í skýrslunni er umfjöllun um breytingar á löggjöf Breta um þessi mál, áhrif sæstrengs á orkuverð á Íslandi og mögulegar mótvægisaðgerðir vegna hækkana. Þá á að koma fram hvaða framkvæmdir þyrfti að ráðast í á Íslandi, hvernig eignarhaldi yrði háttað og hver áætlaður kostnaður við lagningu verður.