Ráðherraskipan nýrrar ríkisstjórnar er nú orðin ljós en Mbl.is greinir frá því að Jón Gunnarson muni detta út úr ráðherrahóp Sjálfstæðisflokksins. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, mun taka við ráðuneyti Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Kristján Þór Júlíusson færist yfir í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið. Þá mun Lilja Alfreðsdóttir taka við ráðuneyti mennta- og menningarmála. Aðrir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins halda sér.

Ásmund­ur Ein­ar Daðason, odd­viti Framsóknarflokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi, verður ráðherra fé­lags­mála.

Viðskiptablaðið greindi frá því að ráðherrar Vinstri grænna verða Katrín Jakobsdóttir, sem verður forsætisráðherra, Svandís Svavarsdóttir sem mun stýra heilbrigðisráðuneytinu og Guðmundur Ingi Guðbrandsson mun sitja sem utanþingsráðherra umhverfisráðuneytisins. Loks verður Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis.

Kynjahlutföll ríkisstjórnarinnar er nokkuð jafnten sex karlar og fimm konur gegna ráðherraembættum en röðunin er eftirfarandi:

  • Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Vinstri grænum
  • Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Sjálfstæðisflokki
  • Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, Sjálfstæðisflokki
  • Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Framsóknarflokki
  • Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, Framsóknarflokki
  • Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, Sjálfstæðisflokki
  • Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sjálfstæðisflokki
  • Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, Vinstri grænum
  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Sjálfstæðisflokki
  • Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, Framsóknarflokki
  • Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Vinstri grænum
  • Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, Vinstri grænum