

Fjármálaráðherra Bretlands, Rishi Sunak situr undir ámæli um gegnsæji fjármála sinna eftir í ljós kemur að hann gaf ekki upp nema lítinn hluta af gríðarlegum auðæfum konu sinnar.
Fjármálaráðherrann er giftur Akshata Murty sem er dóttir eins ríkasta frumkvöðuls Indlands, og eins stofnanda tæknirisans Infosys. Hlutir hennar í fyrirtækinu eru metnir á andvirði 430 milljón breska punda, eða sem samsvarar 76,4 milljarða íslenskra króna. Þar með er hún ein ríkasta kona Bretland, og auður hennar meiri en Elísabetar Englandsdrottningar sjálfrar.
Þetta kemur fram í rannsókn Guardian en Sunak er skuldbundinn til að gefa upp fjárhagslega hagsmuni sína sem ráðherra, þar á meðal fjárhag náinna fjölskyldumeðlima. Í hagsmunaskrá Sunak er þó ekki minnst á neina aðra fjölskyldumeðlimi en konu hans, og þá einungis eign hennar í litlu bresku fagfjárfestingarfyrirtæki.
Rannsóknin nú sýnir hins vegar að eignir konu hans og fjölskyldu hennar liggja meðal annars í:
Talsmaður fjármálaráðuneytisins segir hins vegar að Boris Johnson forsætisráðherra sé sáttur við hagsmunaskrá Sunak sem óháðir matsmenn um hagsmuni ráðherra hafi farið yfir.