Ráðherrar húsnæðismála, umhverfismála og iðnaðar auk Samtaka iðnaðarins hafa boðað við fundar með hagsmunaaðilum um hvernig megi lækka byggingarkostnað.

Fundurinn er undir yfirskriftinni „Vandað, hagkvæmt, hratt“ en hann verður haldinn á Hilton Reykjavik Nordica.

Viðskiptablaðið greindi frá fyriráætlunum ráðherranna fyrir stuttu en Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra sagði þá að „Allir þurfa að vera tilbúnir að gera sitt til þess að unnt verði að lækka byggingarkostnað og auka framboð á húsnæði. Að ná byggingarkostnaði niður skiptir öllu máli því það er of dýrt að byggja í dag. Það er líka forsenda fyrir því að ég geti fengið allar þær íbúðir sem ég þarf á að halda í nýja félagslega leiguíbúðakerfið."

Meðal hugmynda um hverngi megi lækka byggingarkostnað er að byggingarreglugerð verði breytt þannig að hnikað verði frá kröfum um algilda hönnun.