*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Innlent 20. október 2015 15:36

Ráðherrar boða til fundar um fasteigna­markaðinn

Þrír ráðherrar hafa boðað til fundar með hagsmunaaðilum um hvernig sé hægt að lækka bygginarkostnað.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Ráðherrar húsnæðismála, umhverfismála og iðnaðar auk Samtaka iðnaðarins hafa boðað við fundar með hagsmunaaðilum um hvernig megi lækka byggingarkostnað.

Fundurinn er undir yfirskriftinni „Vandað, hagkvæmt, hratt“ en hann verður haldinn á Hilton Reykjavik Nordica.

Viðskiptablaðið greindi frá fyriráætlunum ráðherranna fyrir stuttu en Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra sagði þá að „Allir þurfa að vera tilbúnir að gera sitt til þess að unnt verði að lækka byggingarkostnað og auka framboð á húsnæði. Að ná byggingarkostnaði niður skiptir öllu máli því það er of dýrt að byggja í dag. Það er líka forsenda fyrir því að ég geti fengið allar þær íbúðir sem ég þarf á að halda í nýja félagslega leiguíbúðakerfið."

Meðal hugmynda um hverngi megi lækka byggingarkostnað er að byggingarreglugerð verði breytt þannig að hnikað verði frá kröfum um algilda hönnun.