Píratar héldu hraðkosningu í kosningakerfi sínu um breytingu varðandi þingsetu ráðherra. Þar var ákveðið að fella úr gildi eftirfarandi málsgrein;

„Að Píratar skuli ekki eiga aðild að ríkisstjórn þar sem ráðherrar sitji jafnframt sem þingmenn.“

Í staðinn samþykktu þeir að:

„Ráðherrar Pírata skulu einungis sitja á Alþingi samkvæmt embættisstöðu sinni sem ráðherrar en ekki sem þingmenn.“

Kosningin stóð yfir í einn sólahring og 244 tóku þátt í kosningunum. Af þeim sögðu 216 já eða 88,52% en 28 sögðu nei.