Bjarni Benediktsson verður forsætisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson verður utanríkisráðherra og Sigríður Á. Andersen verður dómsmálaráðherra. Jón Gunnarsson fer með samgöngu-, byggða- og sveitarstjórnarmál í innanríkisráðuneytinu og Kristján Þór Júlíusson verður menntamálaráðherra. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir verður ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar. Ólöf Nordal, verður áfram í veikindaleyfi, en mun þó taka sæti í ríkisstjórninni þegar hún nær heilsu.