Ragnhildur Ísaksdóttir hefur verið ráðin starfsmannastjóri Reykjavíkurborgar. Ragnhildur hefur starfað hjá Reykjavíkurborg frá 2010, fyrstu tvö árin á ráðgjafadeild mannauðsskrifstofu sem verkefnisstjóri atvinnuátaks, en frá 2012 hefur hún gegnt starfi deildarstjóra atvinnumáladeildar á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.

Ragnhildur lauk BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2003, diplóma í opinberri stjórnsýslu árið 2006, og meistaranámi í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands árið 2012.

Hún hefur meðal annars starfað hjá Sambandi íslenskra sparisjóða í fjögur ár, í fyrstu sem fræðslu- og markaðsfulltrúi og síðar sem sérfræðingur fræðslumála. Jafnframt vann hún um eins árs skeið á fjármálaskrifstofu Alþingis og hafði þar m.a. umsjón með starfsmannamálum.