*

mánudagur, 25. október 2021
Fólk 23. ágúst 2021 17:55

Ráðin yfir­maður aug­lýsinga­mála hjá Sýn

Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir hefur verið ráðin yfirmaður auglýsingamála Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Ritstjórn
Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir
Aðsend mynd

Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir hefur verið ráðin yfirmaður auglýsingamála Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og hefur hún þegar hafið störf.

„Kolbrún hefur unnið lengi við sölu auglýsinga og mun leiða deildina inn í spennandi tíma sem fram undan eru með stórsókn allra okkar miðla,“ segir í fréttatilkynningu Sýnar.  

Kolbrún er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands, stundaði viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík og lauk námi við leiðsöguskóla MK.

Hún segir að Sýn sé stærsta fjölmiðlafyrirtæki landsins og því felist mikil tækifæri í starfinu. „Það er mikill kraftur í fyrirtækinu og ég er mjög spennt fyrir að vinna með öllu þessu frábæra fólki sem hér er,“ er haft eftir Kolbrúnu.