Erlendur aðili hefur komið útvarpsstöðinni Radio Iceland til bjargar á síðustu stundu í gær og fjármagnaði áframhaldandi rekstur hennar. Þessu greinir DV frá.

Adolf Ingi Erlingsson, útvarpsstjóri og eigandi Radio Iceland, segir í samtali við DV að hann vilji ekki gefa upp hver erlendi fjárfestirinn er en segir að þeir séu nú í viðræðum um framhaldið.

Ákveðið var að loka stöðinni á miðnætti í gær eftir fjóra og hálfan mánuð í loftinu, þar sem mikið tap hefði verið á rekstrinum.