Útvarpsstöðin Radio Iceland, sem er í eigu Adolfs Inga Erlingssonar, hefur sent fyrirspurnir á sveitarfélög á landsbyggðinni í von um að fá aðgang að skattfé við uppbyggingu dreifikerfis. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu .

Adolf segir í samtali við Morgunblaðið að hann hafi ekki fengið mörg viðbrögð við fyrirspurnunum, en tvö sveitarfélög hafa þegar svarað neitandi, Norðurþing og Fljótsdalshérað.

Fram kemur að útvarpsstöðin hyggist stórauka útsendingarsvæði sitt með því að setja upp fimmtán útvarpssenda víðs vegar um landið. „Margir vilja meina það, hefur maður heyrt, að þeim finnist að hið opinbera eigi að sjá um dreifikerfið fyrir útvarps- útsendingar. Þetta eru almannahagsmunir,“ segir Adolf.