Bandaríska raftækjasölukeðjan RadioShack hefur nú óskað eftir gjaldþrotaskiptum í annað sinn á tveimur árum, en keðjan hyggst loka 187 verslunum í þessum mánuði.

Er um að ræða um 9% af heildarverslunarfjöldanum en keðjan rekur nú 1.943 verslunum í Bandaríkjunum að því er fram kemur í frétt USA Today .

Fyrri gjaldþrotameðferð fyrirtækisins, sem var gerð árið 2015, leiddi til þess að um 2.400 verslunum fyrirtækisins var lokað, en síðan þá hefur fyrirtækið komist í eigu vogunarsjóðsins Standard General og verslunarkeðjunnar Sprint, undir nafni sameiginlegs fyrirtækis þeirra, General Wireless.

Auk þessara lokana, hyggst félagið loka þeim 360 deildum sem það rekur í verslunum Sprint.

Búist er við að um 1.850 starfsmenn af þeim 5.900 sem starfa hjá fyrirtækinu verði fyrir áhrifum af gjaldþrotameðferðinni og aðgerðunum í kringum þær, en þær verslanir fyrirtækisins sem ekki verður lokað 13. mars næstkomandi munu halda áfram í rekstri meðan gjaldþrotameðferðinni verði fram haldið.

Fyrsta verslun fyrirtækisins var opnuð í Boston árið 1921, en hún seldi ýmis konar útvarpsbúnað.