*

mánudagur, 17. júní 2019
Innlent 28. apríl 2018 17:22

Ráðist á aðalleikjaþjón CCP

Ítrekaðar netárásir hafa verið gerðar á aðalleikjaþjónn CCP í London undanfarin sólarhring.

Ritstjórn
Hilmar Veigar Pétursson er forstjóri CCP.
Aðsend mynd

Óprúttnir netþrjótar hafa staðið að baki netárásásum á aðalleikjaþjón tölvuleikjafyrirtækisins CCP í London. Erlendur S. Þorsteinsson, yfirmaður þróunarsviðs CCP greinir frá þessu á Twitter.

Erlendur segir um svokallaðar DDoS árásir að ræða sem stendur fyrir Distributed Denial of Service eða dreifð þjónusturofsárás. Í slíkum árásum er reynt að koma í veg fyrir að samband náist við kerfi eða samskiptanet með því að beina gríðarmiklu magni gagna að upplýsingatækniþjónustu viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar. 

Erlendur segir að fimm árásir hafi verið gerðar á CCP á einum sólarhring sem numið hafi á milli 10 og 20 Gb/s. „Jesús minn hvað ég hata svona fólk, hvurs tilgangur í lífinu virðist einungis vera að skemma og eyðileggja fyrir öðrum,” segir Erlendur um árásirnar.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is