Bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs ráðleggur viðskiptavinum sínum að kaupa hlutabréf í fyrirtækjum með mikla vaxtarmöguleika. Bankinn spáir því að hærra vaxtastig á árinu 2018 muni verða til þess að hægja taki á hagnaði fyrirtækja í Bandaríkjunum. Á sama tíma muni verðmæti vaxtarfyrirtækja aukast. CNBC greinir frá.

„Stór hluti hækkana undanfarinna missera hefur verið keyrðar áfram af hærri afkomu frekar en hærra verðmati," skrifar David Kostin, yfirmaður hlutabréfagreiningar hjá Goldman Sachs. „Í framhaldinu búumst gerum við ráð fyrir vöxtur muni halda áfram að leiða fram hækkanir á bréfum í S&P 500 vísitölunni. Við teljum einnig að möguleikinn á því að Seðlabankinn muni hækka vexti fjórum sinnum á næsta ári muni verða þess valdandi að framreiknuð VH-hlutföll muni dragast saman."

Kostin hefur tekið saman átta fyrirtæki sem hafa á undanförnum þremur árum notað um 90% af sjóðsstreymi sínu í að fjármagna áframhaldandi vöxt. Á listanum eru meðal annars Netflix og Amazon.

55 fyrirtæki í S&P 500 vísitölunni skiluðu betri afkomu en búist var við á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Er þetta hæsta hlutfall afkomu sem fer fram úr væntingum frá árinu 2010. Segir Kostin að Goldman geri ráð fyrir því að vísitalan muni í lok árs verða rétt undir 2.400 stigum. Yrði það örlítil lækkun frá stöðu hennar nú, en þegar þetta er skrifað stendur vísitalan í 2.466 stigum.