*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Innlent 19. ágúst 2014 10:38

Ráðningin kostaði 719 þúsund krónur

21 einstaklingur sótti um stöðu bæjarstjóra í Reykjanesbæ en Hagvangur sá um ráðningarferlið.

Ritstjórn

Heildarkostnaður vegna ráðningar bæjarstjóra í Reykjanesbæ var 719.200 krónur, að því er fram kemur á vef Víkurfrétta. Inni í þeim kostnaði er öll vinna við ráðninguna og auglýsingar.

Þar segir að upplýst hafi verið um kostnað vegna ráðningarinnar á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar í siðustu viku.

Eins og VB.is greindi frá var Kjartan Már Kjartansson ráðinn bæjarstjóri til næstu fjögurra ára. Hann mun taka til starfa þann 1. september.

21 einstaklingur sótti um stöðuna en Hagvangur sá um ráðningarferlið.