Radobank frá Hollandi gaf út krónubréf fyrir um þrjá milljarða króna í dag, til eins árs, segir greiningardeild Kaupþings banka.

Bankinn hefur verið einn sá umsvifamesti í krónubréfaútgáfu og hefur gefið út krónubréf fyrir um 40 milljarða króna, frá því í ágúst í fyrra en heildarútgáfan nemur um 230 milljarðar króna.

?Að undanförnu hefur verið mikil eftirspurn eftir ríkisbréfum sem gæti gefið vísbendingu um að fleiri útgáfur séu á leiðinni, en nokkuð hefur verið um það að ríkisbréf hafi þjónað sem vaxtagjafar fyrir krónubréf," segir greiningardeildin.

Gengi krónu styrktist um 1,2% í dag í viðskiptum sem nema um 29 milljörðum, sem er mun meira en dagsmeðaltal sumarsins.

?Ljóst er að skilyrði til útgáfu krónubréfa eru mun hagstæðari nú en þegar útgáfan stóð sem hæðst síðasta vetur, en þá var vaxtamunurinn lægri og umtalsverð gengisáhætta til staðar þar sem raungengi var í hæstu hæðum," segir greiningardeildin.