Eignarhald á fyrirtækjum er að miklu leyti í höndum fagfjárfesta og banka og er fyrirsjáanlegt að lífeyrissjóðir verði áfram stórir þátttakendur á eignamarkaði. Er þetta meðal þess sem kemur fram í riti Samkeppniseftirlitsins, „Er týndi áratugurinn framundan - öflug samkeppni lagar stöðuna“, sem kynnt var á ráðstefnu eftirlitsins í gær.

Einnig segir í ritinu að stjórnendur fyrirtækja telji að dulin yfirráð banka séu almenn í atvinnulífinu. Meirihluti stjórnenda telur jafnframt að óskráð fyrirtæki í samkeppnisrekstri séu ekki vettvangur fyrir fjárfestingar lífeyrissjóðanna.

Á ráðstefnunni var Angel Gurría, framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), meðal frummælenda. Hann sagði í samtali við VB sjónvarp í gær að bankar og fjármálafyrirtæki eigi að einfalda rekstur sinn, gera uppgjörin gegnsærri, bæta eiginstöðuna og hætta þessum leik sem þeir léku á árunum fyrir hrun. Hann nefndi sérstaklega útlánagleðina á árunum fyrir hrun sem hafi valdið því að ríkið varð að nota fjármagn skattgreiðenda til að koma bönkunum til bjargar.

Hér má sjá nokkrar myndir af ráðstefnunni, sem haldin var á Hótel Sögu.

Samkeppniseftirlitið
Samkeppniseftirlitið
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Samkeppniseftirlitið
Samkeppniseftirlitið
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Samkeppniseftirlitið
Samkeppniseftirlitið
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Samkeppniseftirlitið
Samkeppniseftirlitið
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Samkeppniseftirlitið
Samkeppniseftirlitið
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Samkeppniseftirlitið
Samkeppniseftirlitið
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)