Í tilefni af því að Jónas Haralz, hagfræðingur og fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hefði orðið 95 ára í ár hafa Landsbankinn og Hagfræðideild Háskóla Íslands boðið til ráðstefnu tileinkaðri honum.

Ráðstefnan ber yfirskriftina „Leiðin úr höftunum“ og fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands þann 8. október kl. 17-19.

Dagskrá:

Opnunarávarp – Tryggvi Pálsson, formaður bankaráðs Landsbankans.
Í leit að staðfestu – María Ellingssen flytur erindi eftir Jónas Haralz frá fundi Vísindafélags Íslands í apríl 2009.
Afhending skjalasafns Jónasar Haralz til Þjóðarbókhlöðu
Fyrstu skrefin til afnáms hafta – Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra
Er breytt fjármögnun bankakerfisins lykill að afnámi hafta? – Ásgeir Jónsson, dósent við Hagfræðideild Háskóla Íslands
Fjármagnsjöfnuður sem orsakavaldur – Gylfi Zoega, prófessor við Hagfræðideild Háskóla Íslands

Fundarstjóri verður Salvör Nordal og eru allir velkomnir.