Á morgun verður haldin ráðstefna um Fjármögnun heilbrigðisþjónustu á vegum Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Meðal ræðumanna eru Björn Zoega, forstjóri Landspítalans, Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, Harpa Gunnarsdóttir, fjármálastjóri Hrafnistuheimilanna og að lokum verða pallborðsumræður með frummælendum og fulltrúum stjórnmálaflokkanna.

Harpa mun í sínu erindi fjalla um það hvort greiðslur til öldrunarþjónustu samræmist þeim kröfum sem gerðar eru til þjónustunnar. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, mun ávarpa ráðstefnuna og María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður verður fundarstjóri.

Ráðstefnan verður á Grand hótel á morgun klukkan 13:30 og er öllum opin.