*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 4. maí 2013 15:59

Ráðstefna um samfélagslega ábyrgð

Samtök atvinnulífsins hér og á Grænlandi standa að ráðstefnu fyrirtækja á Norðurlöndunum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Norræn ráðstefna um samfélagsábyrgð fyrirtækja fer fram í Reykjavík dagana 14.-15. maí nk. Um er að ræða ráðstefnu fyrirtækja á Norðurlöndum sem hafa skrifað undir Global Compact, sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð.

Samtök atvinnulífsins (SA) eru tengiliður á Íslandi við Global Compact en samtök atvinnulífsins á Grænlandi eru einnig gestgjafar ráðstefnunnar með SA. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á vef SA.