TM Software stóð fyrir ráðstefnu um snjallar veflausnir í ferðaþjónustu.

Ráðstefnan fór fram í Hörpu á fimmtudag og fullt var út úr dyrum eins og sjá má í myndasafninu hér að ofan.

Ráðstefnan var ætluð öllum þeim sem vinna við vef-, sölu- eða markaðsmál í ferðaþjónustu. Í boði var úrval fyrirlestra um helstu áskoranir og tækifæri í veflausnum fyrir ferðageirann. Má þar nefna erindi um áhrifamátt bloggsins, TripAdvisor, hvernig öpp ferðamenn nota og efnismarkaðssetning með Vine myndböndum.