UAK dagurinn, ráðstefna tileinkuð ungum konum í atvinnulífinu, verður haldinn í fyrsta skipti um helgina í Norðurljósum Hörpu. Ráðstefnan ber yfirskriftina „Höfum áhrif í breyttum heimi“ og verða tekin fyrir málefni á borð við fjórðu iðnbyltinguna og umfjöllun um áhrifamiklar konur í fjölmiðlum.

Meðal gesta verða Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Halla Tómasdóttir, Alda Karen Hjaltalín, frumkvöðullinn Laura Kornhauser og Eliza Reid forsetafrú. Fundarstjóri er Edda Hermannsdóttir. Ungar athafnakonur (UAK) er félag sem var stofnað árið 2014 af Lilju Gylfadóttir og telur tæplega 300 félagskonur sem eru ýmist að hefja ferilinn eða enn í námi.

Ungar athafnakonur vilja stuðla að jafnrétti og framþróun í íslensku samfélagi. Markmiðið er að styrkja stöðu og framtíð ungra kvenna sem stjórnendur og þátttakendur í atvinnulífinu.

Dagskrá UAK dagsins 2018, laugardaginn 10. mars:

  • 10.00 Afhending ráðstefnugagna
  • 10.30 Sigyn Jónsdóttir, formaður Ungra athafnakvenna
  • 10.40 Eliza Reid forsetafrú setur UAK daginn 2018
  • 11.00 Panel: Störf framtíðarinnar - Umræðum stýrir Guðrún Sóley Gestsdóttir

Gestir verða Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Ægir Már Þórisson, Stefanía G. Halldórsdóttir og Ari Kristinn Jónsson.

  • 11:45 Hádegismatur
  • 12:30 Paula Gould
  • 13:00 Laura Kornhauser
  • 13:30 Panel: Umræðan um áhrifamiklar konur - Umræðum stýrir Björg Magnúsdóttir

Gestir verða Rannveig Rist, Salvör Nordal og Steinunn Valdís Óskarsdóttir.

  • 14:15 Kaffihlé
  • 14:45 Alda Karen Hjaltalín
  • 15:15 Halla Tómasdóttir