Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) efnir til Íslenska þekkingardagsins, ráðstefnu og verðlaunaafhendingar, fimmtudaginn 24. febrúar 2011 á Hilton Reykjavík Nordica. Þemað þetta árið er ESB – áskoranir og tækifæri fyrir atvinnulífið.

Í tilkynningu frá FVH kemur fram að ráðstefnan er að þessu sinni haldin í samstarfi við Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins.

Fyrirlesarar á ráðstefnunni eru Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtak atvinnulífsins, Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda, María Bragadóttir, fjármálastjóri Iceland Healthcare og Hanna Katrín Friðriksson, yfirmaður viðskiptaþróunar Icepharma. Ráðstefnustjóri verður Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Landsvirkjunar.

Í pallborði verða Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, Ólafur Darri Andrason, Vilhjálmur Egilsson, Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræðingur, María Bragadóttir og Loftur Árnason, stjórnarformaður Ístaks.

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mun afhenda verðlaunagripinn Þekkingarbrunn því fyrirtæki sem skarað hefur fram úr á sviði verðmætasköpunar. Að þessu sinni er þrjú fyrirtæki tilnefnd, Icelandair, Rio Tinto Alcan á Ísland og Samherji.  Áður hefur Actavis hlotið verðlaunin þrívegis en hin fyrirtækin eru Fjarðarkaup, CCP, Össur, Kaupþing, Glitnir, Marel og Íslensk erfðagreining.

Þátttöku þarf að skrá á vef FVH, www.fvh.is eða í síma 551 1317. Dagskrá ráðstefnunnar hefst kl. 13:00 og lýkur um kl. 18:00 að loknum léttum veitingum. Lesa má nánar um dagskrá ráðstefnunnar á vef FVH, www.fvh.is