Ráðstefnuhaldarar þurfa ekki aðeins að skipuleggja ráðstefnur. Þeir þurfa einnig að mæta á sínar eigin ráðstefnur til að fylgjast með því sem er í gangi í geiranum. Slíkar ráðstefnur eru væntanlega einkar vel skipulagðar og því má eflaust læra ýmislegt í ráðstefnuhaldi með því að skoða dagskrár þeirra.

Hátíðastjórnendur

Árleg ráðstefna alþjóðasamtaka hátíðastjórnenda, IFEA, var haldin í Tucson í Arizona dagana 21.-23. september. Á vefsíðu samtakanna kemur fram að þau gæti þess að í það minnsta 90% allra ræðumanna og umræðuefna á hverri ráðstefnu séu ný af taginu, til þess að gæta þess að allir – bæði nýir ráðstefnugestir og þeir sem hafa komið áður – geti fengið nýjar hugmyndir á ráðstefnunni.

Aðalræðumaður ráðstefnunnar var Steve McClatchy, framkvæmdastjóri alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins Alleer Training & Consulting. McClatchy veitti ráð­ stefnugestum einstaka innsýn í muninn á því að vera stjórnandi og leiðtogi – tvö hlutverk sem eru öllum teymum nauðsynleg en geta leitt teymi í ólíkar áttir ef þeim er ekki sinnt í réttum hlutföllum.

McClatchy er höfundur stjórnunarbókarinnar Decide. Á vefsíðu samtakanna kemur fram að hún hafi verið kjörin besta stjórnunarbók ársins 2015, en ekki fylgir sögunni hvar það kjör fór fram.

Fjallað er um fleiri ráðstefnur um ráðstefnur í Fundum og ráðstefnum, fylgiblaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .