© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Ráðstöfunartekjur heimilageirans eru taldar hafa lækkað árið 2010 um 8,2% frá fyrra ári, samkvæmt frétt Hagstofunnar . Ráðstöfunartekjur á mann drógust saman um 7,9% milli ára og kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann um 12,6%.

Heildartekjur heimilageirans eru taldar hafa dregist saman um 3,6% frá árinu 2009 til 2010 og heildareigna- og tilfærsluútgjöld aukist um 3,4%.

Eignatekjur lækkuðu í heild um 55% miðað við verlag hvors árs. Eignatekjur eru þær tekjur sem unnt er að ráðstafa án þes að gengi sé á efnahaginn, skýrir Hagstofan. „Er þá átt við efnahag í byrjun viðkomandi tímabils áður en tekið er tillit til breytinga vegna fjármagnstilfærslna eða söluhagnaðar eða -taps (e.capital gain/losses).

Þetta er gert samkvæmt skilgreiningunni á tekjuhugtakinu í þjóðhagsreikningum, en hagnaður/tap af þessu tagi á samkvæmt þeim staðli að færast á eignabreytingareikning (verðbreytingareikning) í efnahagsreikningi,“ segir í frétt Hagstofunnar.