Fjármálaráðuneytið vísar á bug þeim ásökunum að Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri hafi reynt að hlutast til um skipan stjórnarformanns íslensks fjármálafyrirtækisins eða reynt að fá stjórnarfundi í sama fyrirtæki frestað, en forstjóri Bankasýslu ríkisins fullyrti þetta í umsögn stofnunarinnar við frumvarp til laga um meðferð og sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Greint er frá þessu á mbl.is .

Þar er birt yfirlýsing frá fjármálaráðuneytinu en í henni segir eftirfarandi:

„[U]m þess­ar staðhæf­ing­ar er að segja að þegar sam­einig Spari­sjóðs Bol­ung­ar­vík­ur við Spari­sjóð Norður­lands stóð fyr­ir dyr­um í júlí sl. var ljóst að óein­ing var um sam­ein­ing­una og að hætta væri á að hún myndi ekki ganga eft­ir vegna óánægju heima­manna á Bol­ung­ar­vík.

Fjár­mála- og efna­hags­ráðherra óskaði eft­ir því við ráðuneyt­is­stjóra að þess­um upp­lýs­ing­um um óánægju heima­manna yrði komið á fram­færi við Banka­sýslu rík­is­ins þannig að leita mætti leiða til að tryggja sam­stöðu um sam­ein­ingu þess­ara tveggja spari­sjóða í sam­ræmi við mark­mið eig­enda­stefnu rík­is­ins fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki, þar sem seg­ir að stuðla skuli að hagræðingu í fjár­mála­kerf­inu, og stefnu Banka­sýsl­unn­ar.

Ræddi ráðuneyt­is­stjóri í fram­haldi af því við bæði þáv. formann stjórn­ar Banka­sýslu rík­is­ins og for­stjóra stofn­un­ar­inn­ar þar sem þess­um áhyggj­um og sjón­ar­miðum var komið á fram­færi. Í þeim sam­töl­um kom fram að e.t.v. væri mögu­leiki að seinka boðuðum stjórn­ar­fundi hins sam­einaða spari­sjóðs ef það mætti verða til að tryggja að sátt gæti orðið um fram­hald máls­ins.

Ekki var af hálfu ráðuneyt­is­ins óskað eft­ir sér­stök­um trúnaði um þessi sam­töl og því fer fjarri að þessi sam­töl hafi falið í sér til­mæli af hálfu ráðuneyt­is­ins, enda er sér­stak­lega kveðið á um veit­ingu til­mæla frá ráðuneyt­inu til stofn­un­ar­inn­ar í lög­um um Banka­sýslu rík­is­ins nr. 88/​2009, sbr. 2. mgr. 2. gr. lag­anna.

Málið var rætt inn­an þáver­andi stjórn­ar Banka­sýsl­unn­ar, líkt og þáv. stjórn get­ur staðfest.“