Viðræður munu hefjast á milli borgarráðs og innanríkisráðuneytisins um mögulega byggingu nýs húss fyrir Héraðsdóms Reykjavíkur fyrir aftan lögreglustöðina á Hlemmi. Eins og VB.is hefur áður greint frá sendi borgarráð ráðuneytinu erindi um daginn þar sem óskað var eftir viðræðum. Dagur segir að ráðuneytið hafi tekið vel í hugmyndina.

Dagur bendir á að hugsanlega sé hægt að byggja þarna hús, bæði fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og fyrir nýja millidómsstigið. „Meginmarkmið okkar er bara að fá líflegra Lækjartorg. Þetta snýst ekki um það að það sé svo slæmt að hafa héraðsdóm í miðbænum,“ segir Dagur í samtali við VB.is

Dagur bendir á að það sé hægt að byggja allt upp í 13 þúsund fermetra húsnæði á reitnum fyrir aftan lögreglustöðina. „Hann leynir á sér þessi reitur,“ segir Dagur.