„Ef þú kemur hingað til mín og skoðar bíl og lýst vel á ákveðna tegund þá er ég til í að lána bílinn um tíma á meðan þú prófar hann,“ segir Sigurður Sigfússon, sölustjóri hjá Öskju. Hann segir starfsmann stjórnarráðsins hafa komið að máli við sig fyrir nokkru og skoðað nýja bíla. Nokkru síðar fékk forsætisráðuneytið nýjan Mercedes Benz E-Class, E250 CDI að láni í viku. Jóhanna Sigurðardóttir mætti á honum síðasta fundar fyrri ríkisstjórnar á Bessastöðum við stjórnarskiptin í maí.

„Ég bauð þennan bíl til láns til reynslu um tíma. Þetta var upplagt tækifæri fyrir okkur að kynna nýjan Mercedes Benz E-Class sem var þá nýkominn til landsins. Ekki var um kaup að ræða. Þetta á ekki við um þessa ágætu ráðamenn þjóðarinnar heldur alla,“ áréttar Sigurður hjá Öskju.

Í Bílum , sérblaði Viðskiptablaðinu í dag segir að Bensinn hafi verið pantaður en honum skilað. Það var ofsagt. Bíllinn var fenginn að láni í tengslum við skoðun stjórnarráðisins á nýjum bílum.