Eitt tilboð barst um innflutning á blómstrandi pottaplöntum, samtals 1.650 stykku á meðalverðinu 107 krónur stykkir, þegar tollkvóti á blómum vegna seinni hluta ársins 2013 var gefinn út af atvinnuvegaráðuneytinu. Tilboðinu var tekið, en það var frá Húsasmiðjunni / Blómavali, að því er fram kemur í tilkynningu á vef ráðuneytisins .

Aðeins barst eitt tilboð um innflutning á öðrum pottaplöntum, en það var frá sama tilboðsgjafa. Eitt tilboð barst um innflutning á tryggðablómum, þar sem Samasem ehf. er heimilt að flyja inn 6.000 stykku á meðalverðinu 7 krónur stykkið. Þá bárust þrjár umsóknir um innflutning á afskornum blómum, samtals 66 þúsund stykki, en umsóknir náðu ekki tilteknum stykkjafjölda sem í boði var.