Á kjörtímabilinu sinntu ráðuneytin ekki þeim tilmælum forsætisráðuneytisins að framkvæma mat á áhrifum frumvarpa á atvinnulíf í 93% tilfella.

Eins og Viðskiptablaðið fjallaði um í morgun þá lagði forsætisráðuneytið sérstaka áherslu á að ráðuneytin mætu áhrif íþyngjandi áhrifa á atvinnulífið við samningu lagafrumvarpa en þau sinntu þessu hlutverki sínu að mjög litlu leiti.

Segir Viðskiptaráð í umfjöllun um málið að í einungis 7% tilfella hafi verið vísir að slíku mati til staðar.

Þrjár íþyngjandi breytingar á móti hverri einföldun

Þvert á það sem lagt var upp með að heildaráhrif lagabreytinga ættu ekki að íþyngja atvinnulífinu þá komu þrjár íþyngjandi breytingar á móti hverri einföldun.

Þetta kemur fram í skýrslu forsætisráðuneytisins um áhrif þeirra 35 frumvarpa sem höfðu áhrif á reglubyrði atvinnulífsins og urðu að lögum á tímabilinu.

Var rúmlega helmingur þeirra íþyngjandi, 31% fól í sér bæði íþyngjandi og einfaldara regluverks og 17% breytinganna leiddu til einföldunar regluverksins.

Stjórnvöld gerðu tilskipanirnar meira íþyngjandi en þörf var á

Sé einungis litið til þeirra frumvarpa sem hafa breytingar í aðra hvora áttina má því segja að þrjár íþyngjandi breytingar hafi verið innleiddar á móti hverri einföldun.

Stór hluti af nýja regluverkinu komu til vegna skuldbindinga Íslands um að taka upp reglugerðir ESB vegna EES samningsins, en í þriðjungi tilfella ákváðu stjórnvöld að innleiða tilskipanirnar með meira íþyngjandi hætti en þörf var á til að uppfylla skuldbindingarnar.