Tuttugu og fimm til þrjátíu starfsmönnum ráðuneytanna verður sagt upp í dag, að því er fullyrt er á vef RÚV . Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, sagðist í samtali við VB.is ekki telja að niðurskurðaraðgerðir ráðuneytanna séu samræmdar að neinu leyti. Það sé því erfitt að segja til um uppsagnir.

Hann staðfesti að starfsmannafundir hefðu verið í nokkrum ráðuneytanna í dag. Í fjárlagafrumvarpinu sé gert ráð fyrir að hvert ráðuneyti skeri niður um 5% í rekstri sínum. Það sé mismunandi hvernig hvert og eitt ráðuneyti tekur á þessu.