Fréttir þess efnis að stærstu olíframleiðendur heims ætli sér að auka framboð hafa róað olíumarkaði í dag. Verð hefur lækkað töluvert eftir að það náði nýjum hæðum í nærri 120 dölum í gær. Þá hafði verð ekki verið hærra síðan um sumarið 2008. Líkt og fjallað hefur verið um má rekja óvissu á olíumarkaði til ástandsins í Libíu, sem er tólfta stærsta olíuríki heims.

Saudi Arabar stigu fram í gær og sögðust vera tilbúnir til viðræðna um að auka framboð. Talið er að mikil hækkun olíu geti haft afar slæm áhrif á hagvöxt í heiminum og því lagt kapp á að halda verði niðri.