„Verulegum fjármunum er varið til verklegra framkvæmda og íslenskt samfélag á mikið undir því að vel sé farið með þetta fé. Framkvæmdageirinn á Íslandi hefur legið undir ámæli um að verkefni fari úr böndum í tíma og kostnaði, segir Helgi Þór Ingason, prófessor og forstöðumaður MPM-námsins við HR.

Í dag stendur tækni- og verkfræðideild HR fyrir ráðstefnu í samvinnu við Verkfræðingafélag Íslands og Tæknifræðifélag Íslands þar sem leitast verður við að svara þeirri spurningu hvort lækka megi byggingakostnað. Einnig verða rædd ný lög um gæðastjórnun hjá byggingaverktökum sem hafa mælst misjafnlega fyrir.

„Sérstaklega hafa opinber verkefni verið gagnrýnd. Nýleg mannvirkjalög fela í sér auknar kröfur til þeirra sem starfa í þessum iðnaði en ýmsum reynist erfitt að tileinka sér ný vinnubrögð og skilja ekki hinn raunverulega tilgang þessarar lagasetningar,“ segir Helgi.