Mikið hefur verið rætt um lagasetningu á verkföll Bandalags háskólamanna og hjúkrunarfræðinga innan ríkisstjórnarinnar þrátt fyrir að ekki hafi verið tekin endanleg ákvörðun þar um. Morgunblaðið kveðst hafa heimildir fyrir þessu.

Bandalag háskólamanna og hjúkrunarfræðingar höfnuðu í gær tillögu ríkisstjórnarinnar um að sáttanefnd yrði skipuð í kjaradeilunni og verður ríkissáttasemjari því áfram með málið á sinni könnu.

Í Morgunblaðinu er greint frá því að frumvarp hafi verið samið um að verkföllum verði frestað og gefinn ákveðinn tími til samninga. Takist þeir ekki verði deilunum vísað í gerðardóm.