Mannréttindalögfræðingurinn Damon Barrett mun flytja opinberan fyrirlestur um mannréttindi og stríðið gegn fíkniefnum í dag kl. 16.30 til 18.00 í stofu 102 á Háskólatorgi við Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn er samstarfsverkefni Félags- og mannvísindadeildar Háskóla Íslands og Snarrótarinnar, samtaka um borgaraleg málefni.

Barrett hefur um árabil rannsakað jaðaráhrif fíknistefnu á mannréttindi í heiminum, ekki síst á réttindi barna og ungmenna, auk þess heilsutjóns sem hann telur stefnuna kalla yfir fíknisjúka.

Hann hefur unnið fyrir ýmsar alþjóðastofnanir, þar á meðal alþjóðlegu skaðminnkunarsamtökin IHRA, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina og Sameinuðu þjóðirnar. Einnig situr hann í ritnefnd International Journal of Drug Policy og ritstýrir tímaritinu Human Rights and Drugs.

Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við HÍ, mun stýra fundinum.