Nicolas Sarkozy og Angela Merkel.
Nicolas Sarkozy og Angela Merkel.
© AFP (AFP)
Leiðtogar evruríkjanna funda í Brussel í dag til að ræða lausn á skuldavanda Grikklands. Meðal þeirra leiða sem eru ræddar, og þykir líklegt að verið farin, er nýtt lán að andvirði 70 milljarðar evra auk þess sem útistandandi skuldabréfum Grikklands yrði breytt skipt út fyrir lengri skuldabréf.

Wall Street Journal greinir frá í dag. Bæði Þýksland og Frakkland hafa kosið að leggja ekki á sérstakan skatt á banka, líkt og til stóð. Hætt er við þau áform til að styðja við nýjan björgunarpakka, segja heimildarmenn WSJ.

Björgunarsjóður ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veittu Grikklandi 110 milljarða evra neyðarlán í fyrra.