Hluthafar og helstu stjórnendur MP banka og Virðingar ræða nú mögulegan samruna fyrirtækjanna, að þvíer segir í frétt Morgunblaðsins. Segir þar að viðræður hafi hafist undir lok júlí og hafi miðað vel þótt engin samningsdrög liggi enn fyrir á þessari stundu.

Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka, segist ekki geta tjáð sig um óformlegar viðræður við einstaka aðila en það sé hluti af stefnu bankans að vaxa með sameiningu.

Hannes Frímann Hrólfsson, forstjóri Virðingar, segir að óformlegar viðræður hafi átt sér stað á síðustu vikum við önnur fjármálafyrirtæki en hann geti ekki nefnt nein nöfn í því samhengi.