Samtök atvinnulífsins og Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð, standa fyrir ráðstefnu í Hörpu fimmtudaginn 29. janúar næstkomandi. Verður hún undir yfirskriftinni „Árangur og ábyrg fyrirtæki“ og mun fara fram í Silfurbergi.

Meðal þeirra sem munu taka til máls á fyrri hluta ráðstefnunnar eru Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1, og Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, en þau munu ræða tiltekin dæmi um samfélagsábyrgð í fyrirtækjum.

Í seinni hluta ráðstefnunnar munu svo hinir ýmsu sérfræðingar taka til máls og ræða samfélagsábyrgð frá mörgum sjónarhornum.

Skráning er hafin á vef Festu undir slóðinni festasamfelagsabyrgd.is.