Fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Píratar munu ræða mögulega myndun ríkisstjórnar á skrifstofu Vinstri grænna í Austurstræti klukkan hálf tvö í dag. Stefnt er á að fundurinn verði um fjögurra klukkustunda langur að því er fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að fari eigi yfir grófu línurnar í stjórnarsamstarfi.

Fulltrúar flokkanna ræddu mögulega stjórnarmyndun á heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins í gær. Forsvarsmenn flokkanna hafa enn sem komið er lítið vilja gefa upp um stöðu viðræðnanna, en segjast þó hóflega bjartsýnir að það takist að mynda ríkisstjórn.