*

fimmtudagur, 28. október 2021
Innlent 9. október 2018 14:02

Ræða tillögu ÚR á fimmtudaginn

Stjórn HB Granda mun hittast næstkomandi fimmtudag til að ræða tillögu ÚR þess efnis að fresta kaupum félagsins á Ögurvík.

Ritstjórn
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda og aðaleigandi ÚR.
Haraldur Guðjónsson

Stjórn HB Granda mun hittast næstkomandi fimmtudag til að ræða tillögu Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem áður nefndist Brim, þess efnis að fresta kaupum félagsins á Ögurvík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn HB Granda. 

Greint var frá því í morgun að Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÚR, hafi sent stjórn HB Granda bréf þar sem lagt var til að kaupum félagsins á Ögurvík yrði frestað.

Í gær var greint frá því að Gildi lífeyrissjóður, sem er fjórði stærsti hluthafi í HB Granda með 8,62% hlut, hefði lagt til að skipað yrði fjármálafyrirtæki til að meta kaup fyrirtækisins á öllu hlutafé í Ögurvík.

Tillaga sjóðsins verður tekin fyrir á næsta hluthafafundi sem fram fer þann 16. október næstkomandi. Verði hún samþykkt verður kaupunum frestað fram til 2. nóvember.

Stikkorð: HB Grandi ÚR