Innan ríkisstjórnarinnar er rætt um að virðisaukaskattur á matvæli verði látinn hækka í 11%, en ekki 12% líkt og lagt er til í frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á lögum um virðisaukaskatt. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu .

Kemur þar fram að stjórnarliðar vilji þannig koma til móts við gagnrýni á frumvarpið frá stjórnarandstöðu, verkalýðshreyfingu og eigin röðum. Niðurstaða málsins verður ljós í dag eða síðar í vikunni þegar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnir fyrir Alþingi tillögur ríkisstjórnarinnar um breytingar á frumvarpinu.