Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow air, segir í pósti til starfsmanna að fleiri fjárfestar en Icelandair hafi sýnt félaginu áhuga, og viðræður standi nú yfir við þá samhliða yfirtökuferli Icelandair.

Hann segir nú orðið ljóst að yfirtökuferli Icelandair muni taka lengri tíma en búist hafi verið við, og velti enn á niðurstöðum áreiðanleikakönnunar. Þetta segir hann þó í sjálfu sér ekki koma á óvart, þar sem um afar flókin viðskipti sé að ræða, og fjölda mála þurfi að leysa á afar stuttum tíma.

Skúli segir afar mikilvægt að rekstur Wow gangi sem best fyrir sig á meðan viðræður standi yfir.

Að lokum segist hann sýna því skilning að þessar aðstæður kunni að valda starfsfólki streitu, og heitir því að halda þeim eins upplýstum og kostur sé.

Kauphöllin stöðvaði viðskipti með bréf Icelandair fyrr í dag að beiðni Fjármálaeftirlitsins, og stjórn féalgsins sendi í kjölfarið frá sér tilkynningu þess efnis að ólíklegt væri að öll skilyrði fyrir kaupum félagsins á Wow air yrðu uppfyllt fyrir hluthafafund sem boðaður hefur verið næstkomandi föstudag.

Pósturinn á ensku í heild sinni:

Dear friends

As most of you have probably already heard the proposed transaction with Icelandair will take longer time than expected and is still dependent on further Due Diligence. This is not a surprise per se since it's a very complicated transaction and a number of issues that need to be addressed in a very short period of time.

It is also important to note that we have received interest from other investors as well which we are pursuing in parallel.

While we conclude these discussions it is super important that we continue to operate the best we can as WOW air and continue on our mission to enable everybody to fly by offering the best possible fares to everybody.

I realize this might be stressful and will keep you posted the best we can.

Thank you all for doing a great job on all fronts.