Reginn er í viðræðum við tvo aðila um samvinnu við rekstur eignarinnar sem hýsti eitt sinn Reykjavikurapótek. Búast má við að þar verði rekið hótel og veitingastaður í framtíðinni.

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, segir að félagið hafi fundið fyrir miklum áhuga á eigninni. „Við erum ekki búnir að loka því máli endanlega. Það eru margir áhugasamir. Það eru aðilar sem hafa teflt fram tilboði og við erum í viðræðum sem við munum ljúka á næstu tíu dögum,“ segir Helgi.

Reginn keypti gamla Reykjavíkurapótek á dögunum af Karli Steingrímssyni, sem oftast er kenndur við verslunina Pelsinn. Fljótlega eftir að eignin var keypt auglýsti Reginn eftir aðilum sem hefðu áhuga á samstarfi við rekstur hennar.